Nú er aðeins mánuður í opnunarkvöldið í NBA deildinni. Þangað til, skulum við til gamans rifja upp skotkort þeirra Kobe Bryant og LeBron James á síðustu leiktíð. Hver hefur ekki gaman af að spá í svona? Rautt þýðir að hittnin er undir meðaltali í deildinni frá viðkomandi stað - grænt þýðir skotprósenta yfir meðaltalinu. Ljósi liturinn er c.a. á pari.