Tuesday, August 13, 2013

Fljótur eins og elding


Þessi epíska mynd náðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu á dögunum. Á henni sjáum við heimsmetshafann Usain Bolt frá Jamaíku koma fyrstan í mark í 100 metra hlaupinu. Um leið og kappinn kom í mark, laust eldingu niður af himninum. Þetta er ein af þessum myndum.