Tuesday, August 13, 2013

Best að skipta bara um hendi


Tristan Thompson hjá Cleveland Cavaliers er búinn að vera ósáttur við hittnina hjá sér síðan hann var valinn fjórði í nýliðavalinu árið 2011. Svo ósáttur, að hann ætlar jú að skipta um skothendi!

Thompson hefur hingað til skotið með vinstri hendi, en er nú þegar byrjaður að skjóta með þeirri hægri. Pilturinn er það sem við köllum jafnhentur, en svona lagað er líklega einsdæmi í NBA deildinni. "Ég er allur í rugli. Ég er enn að reyna að finna inn á þetta," segir Thompson, sem skrifar með vinstri en tannburstar sig með hægri.