Thursday, August 8, 2013

Eins og Mike


Alla langaði að vera eins og Mike og langar eflaust enn. Engan meira en Kobe Bryant eins og þetta myndband sýnir.Nú er einstaklingurinn sem hafði of mikinn frítíma meira að segja búinn að gera framhald af þessu. Það er stundum pííínu lítið kjánalegt hvað Kobe Bryant apar mikið eftir Michael Jordan. Allt í lagi að apa eftir hreyfingar sem virka, en þetta með tunguna líka? Kommon.Fólk á eftir að bera þessa tvo saman í áratugi í viðbót og eins og þessi myndbrot sýna, er það engin tilviljun. Þið gerið það eflaust líka. Gætið þess bara að halda því ekki fram að þeir séu jafngóðir. Það eru/voru þeir ekki.