Thursday, August 8, 2013

Á ferð og (aðallega) flugi


Manni nokkrum sem hefur of mikinn frítíma, datt í hug að reikna út hvað hvert einasta lið í NBA deildinni þarf að ferðast margar mílur á komandi keppnistímabili og setja upp í töflu.

Eins og þið sjáið er glettilegur munur á því hvað klúbbarnir þurfa að fljúga mikið.

Það er Minnesota sem situr í efsta sætinu og þarf að þvælast einhverjar 50 þúsund mílur á leiktíðinni.

Í næstu sætum koma svo nokkur lið úr Kyrrahafsriðlinum, Portland, Phoenix, LA Lakers og Golden State.

Athyglisvert er að sjö af þeim átta liðum sem ferðast mest í vetur eru í Vesturdeildinni. Eins og það hafi ekki verið nógu mikill lúxus að spila í austrinu undanfarin ár.

Ástæðan fyrir lægri tölum hjá Austurdeildarliðunum er einfaldlega sú að það er svo stutt á milli margra þeirra uppi í norðaustrinu eins og þið sjáið á kortinu hér fyrir neðan (smellið á myndirnar til að stækka þær).