Thursday, August 8, 2013

Veðrið þarna uppi


Mörg ykkar hafa eflaust séð auglýsinguna frá Sprint þar sem húsmóðir nokkur fær Kevin Durant til að aðstoða sig við eitt og annað á heimilinu þar sem hæð hans kemur að góðum notum.

Hluti eins og að skipta um ljósaperu og hreinsa úr þakkrennunum.

Þetta konsept er ekkert nýtt á nálinni eins og þið sjáið glöggt á myndinni af þeim Grant Hill og Tim Duncan, sem líklega er frá því rétt fyrir aldamót.

Það verðist ekki ætla að verða þreytt mótíf að gera góðlátlegt grín að hæð atvinnumanna í körfubolta.

Þeir eru örugglega ekkert þreyttir á "Hvernig er veðrið þarna uppi?" bröndurunum.