Monday, July 8, 2013

Durant á skeljarnar


Stórskorarinn Kevin Durant hjá Oklahoma City fór á skeljarnar á föstudaginn og trúlofaðist WNBA leikmanninnum Monic(u) Wright. Skötuhjúin hafa ekki farið hátt með samband sitt og kemur það ekki á óvart. Kevin Durant er ekki vanur að vera að auglýsa hvað hann er að gera í einkalífinu. Wright spilar með Minnesota Lynx og var valin númer tvö í nýliðavalinu á sínum tíma alveg eins og bóndi hennar verðandi.
Annars var þetta ekki lengi að bruggast hjá krökkunum.
Hér er tíst frá Durant frá árinu 2011: