Friday, May 24, 2013

Sólstrandargæjarnir eru hrikalegir


Sólstrandargæjarnir LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami skelltu sér á ströndina á dögunum. Eins og sjá má á myndinni, steingleymdu þeir alveg að vera góðu í formi(!)

Munaður fyrir þessa ofuríþróttamenn að fá að slappa af í sólinni á Suðurströnd í nokkra daga milli leikja. En nú er alvaran hafin. Miami leiðir 1-0 gegn Indiana í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Leikur tvö er í nótt klukkan hálfeitt og verður í beinni á Sportinu. Fyrsti leikurinn var frábær skemmtun, svo við hvetjum fólk til að missa ekki af þessum.