Wednesday, May 15, 2013

Bling-blingið hans Jacksons


Phil Jackson brást ekki þegar hann var beðinn um að setja mynd af meistarahringjunum sínum með New York inn á Twitter í gærkvöldi. Auðvitað henti hann inn mynd af öllu bling-blinginu. Þetta er ekki slæmur haugur. Tveir hringar hjá Knicks sem leikmaður, sex með Chicago og fimm með Lakers sem þjálfari. Ekki nálægt því nóg af fingrum fyrir alla þessa hringa.