Thursday, March 28, 2013
Sögulegur og langþráður áfangi hjá Clippers
Það verður seint sagt að Clippers-liðið sé með ríka sigurhefð. Los Angeles útgáfan af Clippers var stofnuð árið 1984 en félagið hefur reyndar verið til frá árinu 1970. Fyrst hét það Buffalo Braves en flutti svo til San Diego og tók upp Clippers-nafnið árið 1978.
Saga liðsins hefur svo verið einn lélegur brandari þangað til nú. Í nótt tryggði sigur liðsins á Hornets að Clippers verður með yfir 50% vinningshlutfall á útivelli í fyrsta skipti í sögu félagsins. Clippers hafði ekki náð jákvæðu sigurhlutfalli á útivelli í 42 ára sögu félagsins, sem var að sjálfssögðu NBA met.
Það var Íþróttaskrifstofa Elíasar sem veitti ofangreindar upplýsingar.
Efnisflokkar:
Clippers
,
Metabækurnar
,
Sögubækur