Monday, March 4, 2013

Johnny Rondo


Þeir segja að foreldrar Rajon Rondo hafi verið búnir að ákveða að pilturinn fengi nafnið Johnny eða Roderick áður en þeir ákváðu að lokum að skíra hann Rajon Rondo.

Eins og Roderick er nú virðulegt nafn, hefði það sprengt alla skala ef leikstjórnandi Boston Celtics héti Johnny Rondo.

Eftir lauslega útreikninga fengum við það út að það væri fjórða svalasta Johnny nafnið þarna úti og það er nú ekkert smáræði, því Johnny-arnir eru margir.

Mjög margir.

Í okkar bókum væru aðeins Johnny Cash, Johnny Utah og Johnny, fyrrum bassaleikari Mínus, svalari en Johnny Rondo.












Viðbót:

Svo gleymdum við auðvitað Johnny Ringo eins og sauðnautin sem við erum. Ringo er ekki nema einn af tíu svölustu vonduköllum kvikmyndasögunnar!

Við höfðum á tilfinningunni að við værum að gleyma einhverjum. Segjum að Rondo og Ringo séu jafnir í fjórða sætinu - það er sanngjarnt.

"Og sjá: Bleikur hestur, og sá er á honum sat, hann hét Dauði, og Hel var í för með honum."

- Opinberun Jóhannesar