Monday, March 4, 2013

JamesOn saga Curry


JamesOn Curry fæddist í Norður-Karólínu árið 1986. Hann lék með Oklahoma State háskólanum og Chicago tók hann í nýliðavalinu árið 2007.

Hann spilaði þó aldrei leik fyrir Chicago en fékk séns á tíu daga samningi með Los Angeles Clippers árið 2010 eftir að hafa spilað í D-deildinni, á Kýpur og í Frakklandi.

Draumurinn varð að veruleika þegar hann kom inn á í 3,9 sekúndur í leik Clippers og Celtics. Lengri varð ferill hans ekki í NBA deildinni - hann var látinn fara daginn eftir.

Sumir segja að Clippers hafi þurft að greiða Curry fullt lágmarkskaup fyrir þessar tæpu fjórar sekúndur sínar, en aðrir segja að það hafi verið minna. Heimildum okkar ber því ekki saman, en okkur þykir ljóst að hann fékk annað hvort 3,1 milljónir króna á sekúndu eða 14 milljónir króna á sekúndu fyrir spilamennsku sína.

Sama hvora töluna þú tekur, er það ansi hreint gott kaup.

Við vitum ekki til þess að leikmaður hafi átt styttri feril en 3,9 sekúndur í NBA deildinni, en það borgar sig ekki að vanmeta einstakling sem heitir JamesOn - svo mikið er víst.