Auðvitað var það næsta skref fyrir Dennis Rodman að gefa út barnabók. Það segir sig alveg sjálft, er það ekki? Verkið heitir
Dennis the wild bull (ísl.
Denni Dæmalausi) og er komið í allar betri bókaverslanir... eða eitthvað.
Við sáum síðast til Dennis í (ó)raunveruleikaþættinum með hrokagikknum með kómóverið, þar sem hann gerði ekkert annað en þamba vodka allan daginn. Það eðlilegasta í heimi í framhaldi af þessu er svo auðvitað að skrifa barnabók. Hann heldur alltaf áfram að vera
þræleðlilegur hann Rodman.