Mehmet Okur hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika körfuknattleik í atvinnuskini.
Ferli hans lauk formlega í dag, en segja má að honum hafi lokið í apríl árið 2010 þegar hann sleit hásin í leik með Utah Jazz í úrslitakeppninni gegn Denver.
Okur gekk alltaf undir nafninu Memo eða Money man í Utah, þar sem hann lék lengst af ferlinum eftir að hafa orðið meistari með Detroit Pistons árið 2004. Hann vann fyrir þessu gælunafni og meira en það með ófáum stórum þristunum í lok leikja.
Okur er líklega einn minnsti íþróttamaður sem spilað hefur stjörnuleik í NBA deildinni en þann heiður hlaut hann árið 2007 þegar hann um 19 stig og hirti 8 fráköst í leik með Jazz. Allt þetta þó hann gæti ekki stokkið yfir skattframtal.
Hann var vel liðinn af öllum liðsfélögum sínum og lykilmaður í liði Jazz sem var reyndar hörkulið á þessum árum sem hann spilaði með því.
Nú er kominn annar Tyrki í lið Utah. Hann er af allt öðrum skóla og hefur allt aðra hæfileika, en hann á líklega aldrei eftir að fara í skó landa síns.