Monday, November 5, 2012
6-6-6 fyrir Zaza
Georgíumaðurinn geðþekki Zaza Pachulia býr yfir sjaldgæfum hæfileika sem getur komið sér vel fyrir atvinnumann í körfubolta. Hann á auðvelt með að æsa fólk upp á móti sér.
Zaza er búinn að vera hjá Atlanta Hawks í nokkur ár og nær alltaf að koma á minnst einum áflogum í hverri seríu í úrslitakeppninni. Á meðal annars að baki rimmur við Kevin Garnett og Jason Richardson, sem eru reyndar ósköp saklausar og eðlilegur partur af úrslitakeppninni þó aganefndir einræðisherrans David Stern telji þær eflaust dauðasök.
Getur ekki hver sem er borið nafnið Zaza og Pachulia gerir það bara fjandi vel. Urðum bara að minnast á þetta af því hann var með 6-6-6 leik í nótt. Sex stig, sex fráköst og sex stoðsendingar.
Mjög metal hjá Georgíumanninum með tyrkneska vegabréfið.
Efnisflokkar:
Áður en Þjóðverjarnir koma
,
Dólgslæti
,
Raunir hvíta mannsins
,
Rólegur
,
Stilltu þig gæðingur
,
Zaza Pachulia