Monday, November 5, 2012

Barnaskapur og leiðindi




Við elskum Gregg Popovich eins og þið vitið. Uppnefndum hann besta þjálfara deildarinnar síðast í gærkvöldi. Hann er grjótharður og af gamla skólanum og við fílum það.

Hann verður samt að fara að laga hjá sér framkomuna í viðtölum þegar hann er í beinni útsendingu í sjónvarpi. Það er allt í lagi að snúa út úr spurningum annað slagið, sérstaklega ef þær eru mjög heimskulegar, en það er eins og Pop sé farinn að gera í því að vera með leiðindi.

Knattspyrnuþjálfarinn Þorvaldur Örlygsson hefur átt það til að vera með svona stæla í viðtölum hér heima á klakanum. Þetta getur verið fyndið annað slagið, en að láta svona í nær öllum viðtölum er bara lélegur karakter og barnaskapur sem er engum til ábóta.