Tuesday, June 12, 2012

LeBron og KD fóru í sund


Eins og allir sem fylgjast á annað borð með þessari síðu vita, verða það Oklahoma City og Miami sem berjast um meistaratitilinn þetta árið.

Einvígið sem allra augu muni beinast að er að sjálfssögðu slagur þeirra Kevin Durant og LeBron James.

Það er ekki á hverjum degi - raunar aldrei - sem við sjáum tvo kornunga 30 stiga menn sem spila sömu stöðu mætast svona í lokaúrslitum.

Þó ekki væri nema bara fyrir þetta og ekkert annað, væri einvígi liðanna gjörsamlega þess virði að horfa á það.

Durant og James mynduðu með sér vinskap fyrir ekkert svo löngu síðan. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, báðir eru ljúfustu piltar og vilja sífellt bæta sig sem leikmenn. Það var til dæmis gaman að sjá þá æfa saman meðan verkbannið stóð yfir.

Þessi mynd sem þið sjáið hér var tekin við slíkt tækifæri ef okkur misminnir ekki.

Nokkur atriði um myndina:

* LeBron James er vel hrikalegri í vextinum en Durant, þó hinn síðarnefndi sé hægt og bítandi að reyna að kjöta sig aðeins upp. Hann verður samt aldrei massaður af neinu viti. Hann er búinn að finna sinn leik og það er vel.

* James er alveg örugglega klæddur í Still Longs síðbrók.

* Kapparnir spöruðu hvergi þegar kom að því að velja sundskó. Báðir enda vel sponsaðir.

* Konan á milli þeirra var alveg að hata það að sitja fyrir á þessari mynd. Eflaust sagt að hún mætti ekkert vera að þessu, en hefur ekki farið í sturtu síðan.

* Já, sum af atriðunum í þessari upptalningu eru bara uppfyllingarefni sem við smíðum í kring um aðalatriðið við þessa mynd, sem gefur okkur óþægilega góða hugmynd um stærðarhlutföll æxlunarfæra stigakóngsins unga.

* Sum ykkar vissuð eflaust ekki að Kevin Durant er með mökk af bleki, hann bara felur það innan klæða, þau eru flest á búknum á honum.

* Og einn punktur í viðbót sem segir alls ekki neitt, heldur er notaður til að dulbúa þá staðreynd að við gátum ekki annað en tjáð okkur um slátrið á Kevin Durant í sundi.