Tuesday, June 12, 2012
Bolur vikunnar
Bandaríkjamenn láta ekki að sér hæða þegar kemur að því að framleiða boli.
Hraðinn er sífellt að verða meiri og hlutir og hugmyndir eru ekki lengi milli manna með hjálp Twitter.
Þannig verður brandari sem til verður á Twitter á miðvikudagskvöldi að vera kominn á bol á fimmtudegi og í sölu í síðasta lagi á föstudegi.
Það var kannski ekki alveg þannig með þennan bol, en við urðum bara að sýna ykkur þetta af því hér er um nokkuð langsóttann húmor að ræða - eða kannski ekki - við áttum okkur ekki á því.
Sonur hans Chris Paul stal gjörsamlega senunni á einum blaðamannafundinum eftir leik með LA Clippers um daginn.
Pabbi hans var þá að segja fjölmiðlamönnum frá því hvernig Blake Griffin ætti það til að fara í fýlu eða verða reiður og bað son sinn að setja upp "Griffin-svipinn."
Sá stutti lét ekki á sér standa og bauð upp á þennan hrikalega leiksvip, við æstan fögnuð allra á fjölmðlafundinum. Fýlusvipurinn á Griffin hefur greinilega komið eitthvað til umræðu áður.
Skondið atvik, sem fyrir vikið rataði á bol. Hvað annað.
Þetta er mynd af barni með fýlusvip.
Hversu margir ætli átti sig á forsögu myndarinnar á bolnum?
Efnisflokkar:
Blake Griffin
,
Bolurinn
,
Chris Paul
,
Clippers
,
Varningur