Friday, May 18, 2012
Lakers bíður nær ómögulegt verkefni
Það að vera hársbreidd frá sigri er engin huggun fyrir lið með reynslu. Enn síður ef liðið var með unninn leik í höndunum en skeit á sig í lokin og klúðraði honum. Þessi raunveruleiki blasir við Lakers núna.
Við sögðum ykkur að þið fengjuð að sjá úr hverju Lakers-liðið væri gert í leik tvö gegn Oklahoma og það stóðst. Lakers gerði breytingar á varnarleiknum og það var allt annað að sjá til liðsins frá því sem var í blæstrinum í leik eitt.
Við verðum að gefa Oklahoma kúdós fyrir að stela svona öðrum leiknum á heimavelli í úrslitakeppninni - leik sem liðið átti alls ekki að vinna. Náðu einum svona gegn Dallas líka. En þeir lokuðu, það er virðingarvert.
Ef svo fer sem horfir, verður nægur tími til að tala um Oklahoma. Lakers er hinsvegar í vandræðum, það er augljóst. Leikur tvö varð að vinnast, en það er engum öðrum en þeim sjálfum að kenna að það tókst ekki.
Þetta er líklega í síðasta skipti sem við sjáum þá Kobe, Gasol og Bynum spila saman í búningi Lakers í úrslitakeppni, svo það er um að gera fyrir áhangendur þeirra að njóta þess. Þetta lið er komið á endastöð og vinnur ekki fleiri titla. Og það eru alltaf titlar sem menn sækjast eftir í Los Angeles. Þeir eru ekki í þessu bara til þess að vera með.
Nú þarf Lakers að vinna fjóra af næstu fimm leikjum sínum gegn Oklahoma og það er ekkert að fara að gerast. Getur ekki verið. Lakers tókst að tapa þremur leikjum fyrir Denver og því ætti Oklahoma alveg að ná að loka þessu.
Zombies eru ekki saddir. Þeir ætla alla leið og sú verður krafan næstu ár.
Efnisflokkar:
Lakers
,
Thunder
,
Úrslitakeppni 2012