Friday, May 18, 2012

Afmælisbörn dagsins, já!


Tony Parker er þrítugur í dag og langar örugglega að halda upp á það með því að leiða lið sitt San Antonio til sigurs á LA Clippers í nótt.

Clippers á erfitt verk fyrir höndum ef Spurs kemst í 2-0 og raunar hvernig sem leikurinn í kvöld fer.

Tony Parker var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna árið 2007 þegar Spurs varð síðast meistari.

Þá spilaði hann vel, enda hefði nefndin ekki farið að velja Frakka sem mvp nema hann stæði sig vel.

Parker hefur verið besti maður San Antonio í allan vetur og var alveg með í mvp umræðunni.

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þessi snaggaralegi bakvörður sé loksins að skríða yfir þrítugt. Hann var því ekki gamall þegar hann byrjaði að vinna titla með San Antonio. Frábær leikmaður.

Þeir eiga líka afmæli í dag, stórhöfðingjarnir Jon Koncak og Danny Manning. Við vorum svo góð við ykkur að splæsa saman mynd af þeim, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.