Thursday, May 17, 2012

Rauði dregillinn: OKC-Lakers #2


Kevin Durant bauð upp á þennan hrylling. Enn í þessu hipster-rugli með gleraugun og ekki einu sinni maður með svægi eins og hann nær að bæta upp fyrir þá staðreynd að jakkafötin og bolurinn eru bara viðbjóður.







































Vinur og liðsfélagi Durant - Serge Ibaka - er mjög öruggur með kynhneigð sína og bauð upp á man-bag eða karlaskjóðu. Nú erum við sem áður segir úr sveit og höfum ekki mikið tískuvit, en karlmenn eiga ekki að bera man-bag. Það er bara fáránlegt, ekki síst af manni sem ver sjö skot í leik eins og að drekka vatn.







































Að lokum verðum við að taka Kobe Bryant með í þessari upptalningu. Hann var afleitur á lokakafla leiksins, en þó svægið hafi verið í lágmarki hjá honum inni á vellinum, var það manna mest utan hans. Hér sjáum við Kobe Bjóða upp á klassískan og einfaldan, en algjörlega skotheldan stíl. Gamli Reservoir Dogs gallinn klikkar aldrei og Mamban er hæfilega eitruð til að gefa honum trúverðugleika. Svona á að gera þetta krakkar. Tíu.