Thursday, May 31, 2012

Happy Hairston hefði orðið sjötugur í dag


Harold "Happy" Hairston hefði orðið sjötugur í dag, hefði hann lifað. Hairston gegndi lykilhlutverki í einu besta NBA liði sögunnar, meistaraliði LA Lakers veturinn 1971-72. Þetta Lakers-lið á lengstu sigurgöngu í sögu NBA í deildakeppninni - 33 leiki.

Lykilmenn Lakers á þessum tíma voru Jerry West, Wilt Chamberlain og Gail Goodrich. Elgin Baylor var á síðustu metrunum og Happy heitinn var líka mjög mikilvægur hlekkur í liðinu. Hann og Chamberlain urðu þennan vetur einu liðsfélagarnir í sögu NBA til að hirða báðir yfir 1000 fráköst.

Til gamans má svo geta þess að Pat Riley var líka í þessu Lakers-liði. Það var þjálfað af fyrrum Boston leikmanninum og frumherjanum Bill Sharman.

Happy Hairston lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram árið 2001. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Lakers-liðinu frá þessum tíma. Happy í treyju númer 52 í fremri röð til hægri. West númer 44, Baylor 22, Wilt númer 13, Goodrich 25 og Riley númer 12.