Tuesday, April 24, 2012

Sendingar ársins


Skondin tilviljun að aðeins þrír dagar hafi liðið milli sendingar ársins í NBA og Iceland Express deildinni.

Sending ársins í IE deildinni kom í gærkvöld í fyrsta leik Grindavíkur og Þórs í lokaúrslitunum. Þar var að verki Giordan Watson hjá Grindavík, sem átti fasta snúningssendingu af gólfinu inn í teiginn á Sigurð Þorsteinsson sem skoraði auðveldlega. Glæsileg tilþrif og hér fyrir neðan má sjá þau í boði Leikbrots. Ekki besta sjónarhornið, en það er gaman að eiga þetta á bandi.



Sendingu ársins í NBA átti svo Manu Ginobili þann 20. apríl síðastliðinn. Þú hefur líklega séð þessa sendingu nú þegar en það leiðist engum að horfa á þessa bombu svona sautján sinnum í viðbót. Ritstjórnin er hugfangin af Ginobili einmitt vegna svona tilþrifa - án samkynhneigðar.