Tuesday, April 24, 2012

Bleikt súkkulaði



Ætli sé ekki hægt að telja þá á annari hendi, mennina sem hafa pung í að púlla fataval eins og Súkkulaðiþruman Darryl Dawkins í lokateiti New Jersey Nets í gær.

Dawkins rígheldur sér eins og alltaf, betur en Derrick Coleman - annar fyrrum leikmaður Nets sem er með honum á myndinni hér til hliðar.

Reyndar hefðum við reiknað með því að Coleman væri kominn í 400 pundin núna á miðað við prósentuna hans á síðustu árunum sínum í deildinni.

Hann lítur bara þokkalega út karlinn og heldur sér betur en fyrrum leikstjórnandinn hans Kenny Anderson. Sá hefur líklega lifað á McDonalds síðan hann varð blankur.

Hentum hérna inn nokkrum myndum frá lokaleik Nets í Newark í gær. Það er eiginlega dálítið sorglegt hvað gjörvallri heimsbyggðinni er skííítsama um að þetta lið sé að fara frá New Jersey.

Á sama tíma eru hörðustu stuðningsmenn Seattle Supersonics hvergi nærri hættir að vera bitrir út af ráninu á þeirra liði. Og þeir mega jú alveg vera það.