Thursday, March 8, 2012

D-Rose lokar Bucks


Hann er kannski ekki mikið fyrir það að dansa eins og við sáum um Stjörnuhelgina, enda eru það stelpur sem dansa eins og sagði í laginu góða. Leikir Chicago og Milwaukee eru jafnan hörkuleikir og þessi var engin undantekning. Verðmætasti leikmaður deildarinnar ákvað að loka þessu sjálfur í lokin. Dálítið erfitt skot kannski, en niður fór það hjá kappanum.