Thursday, March 8, 2012

Stephen Jackson er fínn tónlistarmaður


Óhemju fjöldi NBA leikmanna hafa reynt fyrir sér í tónlistinni og mistekist, flestum hrapalega. Brjálæðingurinn Stephen Jackson er undantekningin sem sannar regluna í þessu sambandi ef þú spyrð okkur. Mjög trúverðugur í þessu skemmtilega rapplagi og flæðið og svægið í hæsta gæðaflokki ef tekið er mið af því að hér er áhugamaður á ferðinni. Smakkaðu á þessu.