Thursday, March 8, 2012

Jordan Farmar er alveg sama um Lob City


Það var enginn annar en Jordan Farmar sem tryggði New Jersey Nets sjaldgæfan sigur með þriggja stiga körfu í nótt. Undirbúningur Deron Williams er frábær - sendingin gull. Williams er ekki mikið í því að tapa fyrir Chris Paul - hvorki maður á mann, né með liði sínu. Athyglivert hve ójafnt einvígi þeirra hefur verið undanfarin ár. En hvað um það. Sólin skín líka stundum á hundsrassa. Það sýndi sig í nótt.