Monday, November 14, 2011

Verðug samkeppni


Það undirstrikar hvað við erum hræðilegir sölumenn, hafandi verið að kynna bolina okkar hérna á síðunni í gær, en við megum til með að segja ykkur frá því að Adidas búiðin í Kringlunni er með nokkra NBA búninga til sölu.

Það hefur líklega ekki staðið til að selja þessa búninga, því þeir eru faldir á versta mögulega stað í búðinni.

Þarna er hægt að fá treyju Paul Pierce hjá Boston, Kevin Durant hjá Oklahoma, Dwyane Wade hjá Miami og reyndar Denver-treyju Carmelo Anthony, sem varla verður heitasta flíkin fyrir jólin 2011.

Teyjur þessar kosta 10 þúsund kall, sem auðvitað er fáránlega mikill peningur, en staðreyndin er nú samt sú að verslunin er ekki að leggja mikið á þetta. 10 k í ónýtum gjaldmiðli er reyndar ekki mikið fyrir þessar eigulegu flíkur sem eru hreint ekki gefins erlendis.

Jói Útherji var með nokkrar treyjur síðast þegar við vissum. Þar var einu sinni hægt að fá Kevin Garnett hjá Boston, Derrick Rose hjá Chicago og Kobe Bryant hjá Lakers ef við munum rétt.

Við erum með algjöra dellu fyrir svona treyjum og eigum nokkrar, sem við þó klæðumst aldrei. Þetta er bara söfnunarárátta. Ef þú átt NBA treyjur sem þig langar að losna við eða veist um fleiri staði á klakanum sem selja nýjar, máttu endilega senda okkur línu á nbaisland@gmail.com.

Það er samt auðvitað sniðugra að fá sér NBA Ísland bol og styrkja gott málefni í leiðinni.