Monday, November 7, 2011

Stjörnumenn eru brautryðjendur


Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur nú stigið mikilvægt skref í átt að bættri umgjörð í íslensku íþróttalífi. Í stað þess að vera með kósí sæti, kók og sælgæti í blaðamannastúkunni, hefur deildin komið upp röð af þrekhjólum fyrir íþróttafréttamenn sem mæta í Ásgarðinn.

Það var líklega kominn tími til að einhver gerði eitthvað í þessu. Sportskríbentar þjóðarinnar eru fljótir að benda á það ef íþróttamennirnir eru ekki í ásættanlegu formi og því er ekki nema við hæfi að þeir reyni að skafa af sér mörinn sjálfir. Við hérna á NBA Ísland erum engin undantekning á þessu. Frábært framtak hjá Stjörnumönnum.