Það að vera körfuboltamaður snýst um annað og meira en að líta huggulega út úti á vellinum. Menn verða líka að gefa þetta áfram til komandi kynslóða. Það gerðu menn eins og Árni Ragnars og Ægir Þór Steinarsson hjá Fjölni um liðna helgi, þegar þeir leiðbeindu yngstu kynslóð Fjölnismanna á Sambíómótinu í Grafarvogi. Sómi af þessu.