Monday, November 7, 2011

Snæfell vann körfuboltaleik í vondu veðri


Leikur Stjörnunnar og Snæfells í bikarnum í kvöld var hálf furðulegur. Jovan-lausir heimamenn voru að elta allan leikinn en komust aftur inn í hann í blálokin með miklu harðfylgi. Snæfell hélt þó haus í lokin með heilladísirnar á sínu bandi.

Vítaskot Ólafs Torfasonar þegar leiktíminn var liðinn kláraði leikinn. Svo má deila um hvort brotið var á kappanum þegar hann reyndi örvæntingarfullt skot um leið og lokaflautið gall. Dálítið hart á Stjörnumenn, en þeir vita upp á sig sökina. Voru ekki alveg nógu beittir í kvöld. Hólmarar verða ekki öfundaðir af akstrinum heim í þessu veðri, en þessi sæti sigur ætti að gera ferðina bærilegri.