Tuesday, November 8, 2011

Haukar eru að leita að körfuboltaþjálfara


Pétur Ingvarsson er hættur með Hauka, en kannski voru Haukarnir þegar hættir með honum.

Það fengum við að minnsta kosti á tilfinninguna þegar við horfðum á síðustu leiki þeirra. Það á að búa meira í þessu liði en það hefur sýnt. En við ætlum leyfa einhverjum með meiri þekkingu á efninu að fabúlera um það. Stundum þarf jú bara að breyta til og allt það.

Vonum bara að körfuboltahöfðinginn Pétur finni sér nýjan vettvang til að miðla reynslu sinni sem fyrst og að Haukar finni mann sem hefur orku í að lemja meira út úr liðinu þeirra.