Tuesday, October 18, 2011

Sígild æskulist


Listformið sem þú sérð hérna á myndinni á líklega eftir að standa lengi í mann- og fornleifafræðingum framtíðarinnar.

Þetta táknmál endurspeglar vinsælt tjáningarform ungmenna í plássunum umhverfis Ísland frá árinu 1980. 

Þetta eru klassísk rokkhljómsveitarnöfn, skorin og krössuð ofan í borð úr skólastofu úti á landi.

Það vekur upp svo mikla nostalgíu að sjá þetta.

Svona var þetta gert í okkar sveit í gamla daga, svona vitum við að þetta var gert fyrir norðan - og nú höfum við skjalfest það á þessu litla ferðalagi okkar í Stykkishólm að svona gera menn þetta líka á vesturlandinu. Listaverkið hér á myndinni var skrifað á borð sem staðsett var í óhefðbundinni blaðamannastúku Snæfellsliðsins.

Kannski er unga fólkið okkar ekki vonlaust eftir allt. Ekki nema hann Leifur, sem var einn þeirra sem settu nafnið sitt við þetta tiltekna verkefni, hafi verið ungur maður fyrir löngu síðan. Það kæmi svo sem ekki á óvart.