Wednesday, October 19, 2011

Digranes í Hólminum: Veitingahúsagagnrýni


Þeir segja að ekkert jafnist á við Bernaise-borgarann á Narfeyrarstofu. Það var því ekki annað að gera en að smakka kvikindið. Við vitum af þremur viðskiptavinum í gegn um árin sem fengið hafa pakka-bernaise í stað alvöru. Það var áhættunnar virði að prófa. Ekkert annað til að éta.






























Spennan var því gríðarleg síðustu skrefin að þessu fallega húsi. Það var kalt í veðri og okkur var farið að hlakka til að komast inn í hlýjuna og takast á við Bernaise-bombuna - hvort sem hún kæmi úr pakka eða ekki.



Þessi skemmtilega saga verður ekki mikið lengri. Við komum að læstum dyrum. Opnunartími bæði á húsinu og á heimasíðu staðarins segir allt annað eins og þið sjáið á efri myndinni. Neðri myndin sýnir svo glöggt hvað það er helvíti mikið opið þarna.

Vel gert, Narfeyrarstofa.

Núll stjörnur af fimm.