Tuesday, October 18, 2011
Óþægileg endurkoma Emils í Hólminn
"Af hverju ertu í KR? Hvað ertu að gera í KR? Þú átt ekkert að vera í KR!"
Eitthvað á þessa leið sagði ungur gutti þegar Emil Þór Jóhannsson gekk inn í Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi með félögum sínum í vesturbæjarliðinu í gærkvöldi.
Emil gat ekki annað en brosað, eins og fullorðna fólkið sem heyrði til. "Svona gerir maður ekki," sagði einn úr miðasölunni hjá Snæfelli þegar guttinn áttaði sig á því að fólki fannst það sem hann sagði fyndið - og byrjaði að kýla Emil í magann.
Svo héldu fyrrum félagar Emils í Snæfells-liðinu áfram að lemja hann þegar inn á völlinn var komið.
Kannski hefði hann átt að hugsa sig um tvisvar áður en hann yfirgaf Snæfell og fór í KR. En kannski vildi hann bara prófa að leika með báðum liðum eins og maðurinn sem er með honum á myndinni.
Efnisflokkar:
Emil Þór Jóhannsson
,
Heimabrugg
,
Hólmurinn heillar
,
KR
,
Snæfell