Wednesday, October 26, 2011
NBA Ísland fór á körfuboltaæfingu
Kíktum á æfingu hjá Snæfelli áðan. Það var bara ekki annað í boði eftir allt þetta körfuboltaleysi undanfarið - að ógleymdri þeirri staðreynd að við komumst ekki á Star-KR annað kvöld.
Hvað um það. Það var létt yfir Hólmurum eins og venjulega og þeir buðu fulltrúa NBA Ísland velkominn í þetta innlit. Kannski séð aumur á ræflinum þar sem hann stóð hokinn með myndavélina.
Glöggir taka eftir þvi að það var leynigestur á æfingu hjá Snæfelli. Var þarna á sinni annari æfingu. Pilturinn heitir Marquis Hall og ku vera nokkuð vel að sér í körfuboltafræðunum.
Hann leit amk mjög vel út í augum okkar viðvaninganna og ekki var annað að heyra á Hólmurum að þeir væru sammála, enda stefna þeir hátt eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Efnisflokkar:
Heimabrugg
,
Hólmurinn heillar
,
Landsbyggðin
,
Snæfell