Saturday, October 29, 2011

Hann heillaði, Hólmurinn


Þá er tveggja vikna útlegð okkar í Hólminum lokið. Það hefði verið betra að fá fleiri leiki meðan á dvölinni stóð, því það er ekki margt annað að gera þarna fyrir vestan.



Þetta var þó mjög uppbyggilegur túr og heimamenn tóku vel á móti okkur. Það verður ekki tekið af þeim, þetta er eitt fallegasta pláss á landinu hvort sem hægt er að fá bernaise-sósu þar eður ei. Ritstjórnin er á betri stað en hún var þegar í Hólminn var haldið og er nú kominn aftur á skrifstofuna.



Það er veisla fram undan og hún hefst á morgun þegar KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn. Það ætti að verða okkur auðveldara að sinna ritstörfunum nú þegar við erum komin aftur í borgina og búin að ræsa Photoshop aftur.

Þökkum Hólmurum kærlega fyrir okkur. Það var gaman að sækja þá heim. Við verðum eitthvað meira á ferðinni utan höfuðborgarsvæðisins á næstunni. Landsbyggðin alla leið.