Leikur þrjú í úrslitaeinvígi Miami og Dallas hefst á miðnætti í nótt. Staðan er 1-1 og nú verður spilað í Dallas. Staðan hefur ellefu sinnum verið 1-1 eftir tvo leiki síðan byrjað var að keppa eftir 2-3-2 formatinu í lokaúrslitum og í öll þau skipti hefur liðið sem vann þriðja leikinn orðið meistari. Það sýnir okkur hvað leikur kvöldsins er mikilvægur.