Friday, June 3, 2011

Miami drullaði undir og Dirk lokaði:


Miami var fimm mínútum frá því að loka einvíginu við Dallas í nótt. Við höfum séð það hundrað sinnum. Lið eru ekkert að vinna titla þegar þau lenda undir 2-0. Þess vegna var Dallas-liðið dautt og grafið þegar það var fimmtán stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir í nótt.

Hellingur af fólki var byrjað að drulla yfir Dallas á Twitter og segja þeim að hvíla í friði þegar þarna var komið við sögu. Vissulega byrjuðu Miami-menn að fagna of snemma og vissulega kom dálítið fát á þá þarna á lokamínútunum.

Það sem stakk í augun voru þessi fáránlegu þriggja stiga skot sem liðið tók trekk í trekk til að reyna að stöðva áhlaup Dallas. LeBron og Wade vildu báðir skora hetjukörfu og voru ekki langt frá því, en þetta var samt asnalegt. Flest lið eiga sér svokallað money-play eða einfalda sóknarfléttu sem líklegust er til að skila tveimur stigum eða vítum. Annað hvort á Miami hana ekki til eða þeir hlustuðu ekki á þjálfarann sinn.

Það var áhugavert að fylgjast með á Twitter eftir þennan leik. Flestir skrifuðu eitthvað á þessa leið: "Hvernig fór Dallas að því að vinna þennan leik?" Jú, þeir náðu stoppum í lokin, Dirk var klöts og voru +11 í fráköstum, en liðið spilaði ekkert vel í þessum leik.

Það var alltaf eins og Miami væri að stinga af og Wade og LeBron skiptust á að kveikja í höllinni með glæsilegum tilþrifum, Dirk hitti illa, Terry var undir pari og þeir voru að tapa óhemju mörgum boltum. Samt voru þeir alltaf þarna.

Það er eins og Dallas eigi helling inni. Kannski kemur það þegar þeir koma á heimavöllinn. Undarlegt hvað er stutt á milli í þessu. Miami hlýtur að vera slegið yfir þessu en þeir koma til baka og geta auðveldlega unnið á útivelli. Það var dásamlegt fyrir óháða körfuboltaaðdáendur að Dallas tæki þennan leik. Það stefnir í frábæra seríu.

Eitt í viðbót: Shawn Marion