Þessi bolur endurspeglar líklega afstöðu Cleveland-búa þegar kemur að úrslitaeinvígi Miami og Dallas. Þeir eru ekki margir sem halda með Miami. Dallas er lið fólksins í þessu einvígi. Sumir hugsa kannski til þess með hryllingi að Miami verði í úrslitum á hverju ári framvegis. Það er óvíst að Dallas komist aftur í úrslitin í bráð, svo fylgismönnum liðsins er líklega hollara að njóta næstu daga í botn.