Wednesday, June 1, 2011

Þetta er að byrja






















Jæja, þetta er að byrja krakkar. Alltaf spenna í loftinu þegar kemur að lokaúrslitunum.

Við höfum verið að fylgjast með NBA nokkuð lengi en við munum ekki eftir úrslitaeinvígi þar sem var jafn ómögulegt að spá fyrir um úrslitin. Við, og líklega restin af fólkinu á jörðinni, höfum ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast næstu daga.

Þess vegna er líklega sniðugra að hripa niður nokkra punkta sem gætu ráðið úrslitum í rimmunni frekar en að koma með einhverja spá út í loftið.

Miami gæti unnið þetta einvígi af því það er með þrjá af fjórum bestu leikmönnunum í einvíginu.
Miami gæti unnið af því liðið er með heimavallarrétt
Miami gæti unnið af því varnarleikur liðsins er alltaf að verða betri og gæti lamað frábæra boltahreyfingu Dallas-liðsins sem hefur verið lykillinn að velgengni þess að undanförnu.
Miami gæti unnið af því Dallas gæti farið á taugum í lokaúrslitunum.
Miami gæti líka unnið af því LeBron James er að spila óhemju vel á báðum endum vallarins og Dwyane Wade á inni eftir síðustu seríu þar sem hann var slakur.

Dallas gæti unnið af því liðið er með meiri breidd en Miami.
Dallas gæti unnið af því Dirk Nowitzki hefur aldrei verið betri.
Dallas gæti unnið af því liðið er sjóðheitt, hefur unnið tíu af síðustu ellefu og boltahreyfingin hefur verið dásamleg.
Dallas gæti unnið af því Miami finnur ekki leið til að stöðva JJ Barea(!)
Dallas gæti unnið af því liðið er fullt af reynsluboltum sem allir eru mjög hungraðir í að vinna titil
Dallas gæti unnið af því liðið er með reyndari þjálfara en Miami.

Dallas verður að vinna leik eitt eða tvö í Miami til að eiga séns í þessu einvígi. Það hentar liðinu betur að byrja á útivelli en þegar fram í sækir er heimavöllurinn auðvitað gulls ígildi.

Við höldum með hvorugu liðinu. Værum til í að sjá Dirk vinna titilinn og værum alveg til í að sjá Miami tapa. Það er ekki hægt að spá fyrir um þetta. Óttumst að Miami hafi betur en spáum Dallas 4-2 sigri.

Það eru sjö mínútur í leik.

Góða skemmtun.