Washington hefur ekki unnið útileik síðan LeBron James spilaði með Cleveland. Er sem sagt 0-15 á útivelli í vetur. Liðið var tíu stigum yfir á kafla í fjórða leikhluta í Houston í nótt. Skoraði ekki eitt stig síðustu þrjár og hálfa mínútuna og tapaði að lokum með sjö stigum.
Þetta er ekki að skila John Wall neinum stigum í nýliðakapphlaupinu, ekki frekar en það að leikmenn liðsins séu að fljúgast á innbyrðis fyrir utan næturklúbba.
Þetta er annað árið í röð sem er drama í desember hjá Wizards. Sleppa kannski við það á næsta ári. Ef það verður verkfall.