Það er til marks um gengið hjá Golden State Warriors undanfarin ár að liðið hefur ekki átt stjörnuleikmann síðan Latrell Sprewell árið 1997. Samherjar hans hjá Warriors í þá daga voru til dæmis Chris Mullin og Mark Price.
Vonir standa til að liðið nái Monta Ellis inn í stjörnuleikinn í LA í febrúar. Það er þó alls ekki gefið, þar sem samkeppnin um bakvarðastöðurnar í vesturliðinu verður gríðarleg. Ekki víst að stigamaskínan Ellis komist inn, frekar en hæfileikamenn á borð við Donyell Marshall, Erick Dampier og Adonal Foyle á undan honum.