Tuesday, December 28, 2010

Andrei Kirilenko spilar körfubolta og skoðar íbúðir í Hafnarfirði


Andrei Kirilenko fór af velli í nótt vegna bakmeiðsla. Nokkuð sem gerist árlega hjá honum, mislengi í hvert skipti. Hann er því titlaður "day to day" núna - óvíst en ekki ómögulegt að hann taki þátt í næsta leik.

Kirilenko setur hugtakið day to day í átakanlegt samhengi þegar haft er í huga að hann er með rúmar 25 milljónir króna í laun fyrir hvern einasta leik. Nóg til að kaupa þokkalega 150 fermetra íbúð í Hafnarfirði.

"Já, ætli ég fái ekki hjá þér 82 íbúðir í Hafnarfirði."

Hvað er liðið þitt að fara að gera ef þú ert að borga rulluspilara sem lítur út eins og reið lesbía hærri laun en bæði LeBron James og Dwyane Wade?

Eins og Larry Miller hafi ekki velt sér nóg í gröfinni.