Wednesday, October 6, 2010

Stutt generalprufa hjá Heat


Stjörnulið Miami Heat var með generalprufu í gær. Burstaði Detroit í fyrsta æfingaleik sínum. Frumraun LeBron James, Chris Bosh og allra hinna með Heat vakti svo mikla athygli að leikurinn var sýndur á NBA TV og sá sjálfur Marv Albert um lýsingu.

Eins og þeir vita sem fylgdust með var þetta ekki fullkomin frumsýning, því Dwyane Wade tognaði á læri og missir þar af leiðandi af næstu viku eða tveimur. James var flottur en það var lítið hægt að lesa út úr þessu með Wade utan vallar og andstæðingurinn Detroit Pistons.

Margir pistlahöfundar ytra eru þó strax byrjaðir að skrifa "þetta verður liðið hans LeBron James" greinar. Gott fyrir þá.

Það er ekki laust við að sé spenna í loftinu hérna á ritstjórninni nú þegar undirbúningstímabilið er hafið. Lífið verður aðeins skemmtilegra fyrir vikið. Ok, mikið skemmtilegra. Gleðilega hátíð.