Sunday, May 16, 2010

Úrslit Austurdeildar hefjast í kvöld


Í kvöld klukkan 19:30 hefst úrslitaeinvígi Orlando Magic og Boston Celtics í Austurdeildinni. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Orlando er 8-0 í úrslitakeppninni, hefur leikið vel, en fengið litla mótspyrnu til þessa.

Boston var að ljúka við að pakka deildarmeisturum Cleveland saman flestum að óvörum.

Því er fullkomlega ómögulegt að spá fyrir um þetta einvígi. Það er bara ekki hægt að mynda sér skoðun á því fyrr en liðin eru aðeins búin að berja hvort á öðru. Og þau munu sannarlega gera það.

Við ætlum að láta okkur nægja að segja að ef Orlando vinnur tvo fyrstu leikina á heimavelli, fer liðið í úrslit annað árið í röð. En ef Boston vinnur leik eitt eða tvö - fer liðið í úrslit.

Þetta er risastórt skákeinvígi sem er að fara í gang. Gæti orðið ugly á köflum.

Blaðamenn eru á því að Orlando vinni. Sérfræðingar tippa á Boston.

Við hefðum tippað á Orlando, en Boston er allt annað lið en það var í vetur. Við viljum líka ekki gefa Boston þann óþarfa meðbyr að tippa á móti því aftur.