Í gremjupistlinum okkar um bestu leikmenn heims í gær vorum við að frussa yfir því að nokkrir aðilar hefðu ekki sett LeBron James í efsta sætið í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar á dögunum.
Fleirum en okkur þótti þetta reginhneyksli og nú er búið að hafa upp á nokkrum af þessum vitleysingum.
Þrír af þeim sjö sem ekki settu James í efsta sætið á kjörseðlinum, settu Dwight Howard í efsta sætið.
Og gettu hvar þeir vinna?
Eins og við sögðum. Þessi MVP kjör eru bull.
Ætli þessir eldflaugavísindamenn hafi verið að fylgjast með einvígi Orlando og Charlotte í fyrstu umferðinni?