Friday, May 7, 2010

Fríkað Föstudagskvöld

























Já, það er rétt. Það verður svo gaman í kvöld að við urðum að fara upp á háaloft og dusta rykið af orðinu fríkað!. Áttum bara engra annara kosta völ.

Cleveland og Boston mætast í leik þrjú í Boston klukkan 23 í kvöld og klukkan hálftvö eftir miðnættið hefst svo þriðji leikur Phoenix og San Antonio í Texas - sem sýndur verður þráðbeint á Stöð 2 Sport. Leikur fjögur hjá Cleveland og Boston verður svo í beinni á Sport 3 klukkan 19:30 á sunnudaginn.

----------

Það er ansi vægt til orða tekið að NBA Ísland hafi tekið sér bólfestu í hjörtum Íslendinga í vetur. Heimsóknafjöldinn hefur meira en tífaldast á síðustu mánuðum og við fáum mjög reglulega tölvupósta frá fólki um land allt sem lýsir yfir ánægju sinni með störf ritstjórnar.

Þetta gleður okkur mjög og þökkum við kærlega fyrir þessar góðu undirtektir. Þú getur haft samband við okkur á nbaisland@gmail.com ef þú ert í góðum anda. Ef þér mislíkar efnið á síðunni er upplagt að hætta bara að lesa og snúa sér aftur að spjallinu á barnalandi.

Fyrir þá sem ekki vita, er rétt að minna á að NBA Ísland er bæði á Facebook og nú síðast á Twitter eins og sjá má hér efst á síðunni.

Á Twitter stöndum við gjarnan vaktina meðan leikir standa yfir og dælum inn þönkum okkar og skemmtilegum fréttum sem við rekumst á.

Skorum á fólk að fylgjast með áfram og auðvitað láta alla körfuboltaáhugamenn og konur sem ráfa enn um í myrkrinu vita af þessari síðu. Það er svo gaman að vera hérna saman í veislunni.