"Mér er nákvæmlega sama hvort þeir mæta á leikinn eða ekki."
- Joe Johnson, Atlanta.
Spurður hvort það hafi farið í taugarnar á honum að áhorfendur í Atlanta bauluðu á liðið eftir ömurlegan hálfleik gegn Orlando.
Johnson dró ummæli sín til baka í kvöld, upp að því marki að viðurkenna að hann hefði misst sig í hita leiksins. Baðst ekki afsökunar.
Góðar líkur á að hann spili sinn síðasta leik í Hawks búningi í kvöld.
Atlanta er andstæða Phoenix-liðsins í þessari úrslitakeppni.
Leikmennirnir hættir að hlusta á lélegan þjálfarann. Búnir að gefast upp. Farnir í frí.