Einmitt þegar við héldum að ömurleikinn gæti ekki orðið mikið meiri hjá Rasheed Wallace og Boston Celtics, gerist eitthvað svona. Þetta er dálítið lýsandi fyrir gengi Boston síðustu vikurnar. Mjög neyðarlegt.
Það kemur stundum fyrir að menn blaki boltanum ofan í eigin körfu í slagsmálunum í teignum, en eins og sjá má á myndbandinu fyrir ofan er ekki nokkur pressa á Wallace þegar hann aular boltanum ofan í eigin körfu. Þetta er bara blanda einbeitingarleysi og kæruleysi.
Og þetta var besta skot Wallace í allan vetur.
Hvernig ætli stuðningsmönnum Celtics líði núna? Við höfum alvöru áhyggjur af þeim.